7 maí 2010Njarðvík varð í gær Íslandsmeistari í 11. flokki eftir að hafa lagt Breiðablik að velli [v+]http://www.kki.is/widgets_game.asp?league_id=undefined&season_id=310&game_id=47097 [v-]80-61[slod-] í úrslitaleik í Smáranum í gærkvöldi. Valur Orri Valsson, leikmaður Njarðvíkur, var valinn besti maður leiksins með 23 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá Breiðablik var Ægir Bjarnason stigahæstur með 17 stig. Hægt er að lesa um leikinn á [v+]http://www.karfan.is/frettir/2010/05/06/njardvik_islandsmeistari_i_11._flokki_karla [v-]Karfan.is[slod-] sem og að skoða [v+]http://www.karfan.is/myndir/myndir/id/422[v-]myndasafn[slod-]. KKÍ óskar Njarðvík til hamingju.