29 apr. 2010Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir í vikunni endursenda kæru Vals en félagið kærði niðurstöðu leiks Vals-b og Stjörnunnar-b í undanúrslitum B-deildarinnar. Aga- og úrskurðarnefndin vísaði upphaflegu [v+]http://www.kki.is/skjol/valurb_kaera.pdf[v-]kærunni[slod-] frá vegna formgalla. Valur sendi inn nýja kæru sem þeir máttu samkvæmt [v+]http://www.kki.is/reglugerdir.asp?reglugerd=21[v-]reglugerð[slod-] um aga- og úrskurðarmál. Aga- og úrskurðarnefndin [v+]http://www.kki.is/skjol/urskurdur_valurb_stjarnanb.pdf[v-] dæmdi[slod-] Val ekki í hag en þeirra krafa var að leikur þeirra og Stjörnunnar-b yrði endurtekin. Því standa úrslit leiksins en þau voru 89-91 Stjörnunni í vil.