15 apr. 2010Aga- og úrskurðarnefnd hefur útskurðað í máli frá því 28. mars síðastliðin. Málavextir: Dagur Kári Jónsson, leikmaður Stjörnunnar í 10. flokki karla, fékk tvær tæknivillur í leiknum og var gert að yfirgefa völlinn. Fyrir liggur að ákvæði c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðamál á við í málinu. Úrskurðarorð: Hinn kærði, Dagur Kári Jónsson, sætir áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Tindastóls og Stjörnunnar í 10. flokki karla, Íslandsmót, sem leikinn var þann 28. mars 2010. Hægt er að lesa niðurstöðu nefndarinnar og dóminn í heild [v+]http://www.kki.is/skjol/dagur.pdf[v-]með því að smella hérna[slod-].