14 apr. 2010Úrslitakeppni 2. deildar karla fer fram um næstu helgi en leikið verður á Laugarvatn og Selfossi. Úrslitaleikurinn sjálfur verður á sunnudag í Iðu kl. 16.00. Tvö lið fara upp úr 2. deild og leika því í 1. deild að ári. Leikið er í tveimur fjögurra liða riðlum og fara tvo efstu lið hvors riðils í undanúrslit en þau eru leikin á sunnudagsmorgni. Eftirfarandi lið unnu sér rétt til að taka þátt í keppninni en keppni í vetur var í 3 riðlum: Laugdælir, Árborg, ÍBV, Álftanes ,HK ,Félag Litháa ,ÍG og Leiknir. Eftirfarandi lið drógust saman í riðla: A-riðill – Leikið á Laugarvatni og Vallarskóla á Selfossi Laugdælir HK Félag Litháa Leiknir B-riðill – Leikið í Iðu á Selfossi ÍBV Álftanes ÍG Árborg Riðlakeppni verður á föstudegi og laugardegi. Spilað verður um sæti á sunnudegi. Hægt er að sjá dagskrá helgarinnar [v+]http://www.kki.is/widgets_games.asp?league_id=232&season_id=undefined[v-]hér[slod-].