18 mar. 2010KKÍ óskar eftir umsóknum um mótshald á úrslitakeppni 2. deildar KKÍ óskar eftir umsóknum frá liðum sem hafa áhuga á að halda úrslitakeppni 2. deildarinnar í ár. Um er að ræða 8-liða úrslit sem færu fram eina helgi frá föstudegi til sunnudags. Keppt verður helgina 16.-18. apríl. ATHUGIÐ að fleiri en eitt lið geta sameinast um að halda úrslitakeppnina þar sem leika verður á tveimur leikvöllum, en einn völlur er fyrir hvorn riðil. Félögin sem fara í úrslit deila saman dómarakostnaði fyrir keppnina í heild. Mótshaldarinn sér um að manna ritaraborð og getur rekið sjoppu og/eða veitingasölu og sér um alla umgjörð leikja. Leikið er í tveimur fjögurra liða riðlum. Leikið er á tveimur völlum. Hvert lið spilar einn leik á föstudegi og tvo á laugardegi. Efstu tvö liðin fara áfram í úrslit á sunnudegi þar sem er leikið í undanúrslitum og svo um 3. sæti og úrslitaleikur. Liðin sem fara í úrslit: A-riðill: 2 efstu liðin B-riðill: 3 efstu liðin C-riðill: 2 efstu liðin Áttunda og síðast liðið væri það lið í 3. sæti A- eða C-riðils sem hefði betri árangur s.s. flesta sigra. Umsóknir skulu sendar á [p+]kki@kki.is[p-] kki@kki.is[slod-] eigi síðar en á föstudaginn 19. mars næstkomandi.