27 feb. 2010
Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar í 10. flokki karla en þeir spiluðu til úrslita gegn KR. Lokatölur leiksins voru 56-74 Njarðvík í vil. Leikurinn var hin mesta skemmtun og mikill hraði og barátta allan tímann. Valur Orri Valsson var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í leikslok en hann daðraði við þrennuna í leiknum. Skoraði 17 stig, tók 8 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Stigahæstur í leiknum var Maciej Baginski hjá Njarðvík með 22 stig. Stigahæstur hjá KR var Oddur Kristjánsson með 20 stig og Martin Hermannsson bætti við 15 stigum. [v+]http://www.kki.is/widgets_game.asp?league_id=undefined&season_id=368&game_id=45839[v-]Tölfræði leiksins[slod-] [v+]http://www.karfan.is/frettir/2010/02/27/njardvik_bikarmeistari_i_10._flokki_karla[v-]Umfjöllun[slod-] um leikinn og [v+]http://www.karfan.is/myndir/myndir/id/292[v-]myndasafn[slod-] má sjá á Karfan.is