25 jan. 2010Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir tímabilið júlí 2009 til júní 2010. Veittir verða styrkir á bilinu 50.000.--100.000.- krónur, allt eftir eðli umsóknar og fjölda þeirra. Styrkhæf eru námskeið eða sambærilegt nám sem sótt er/var erlendis og veitir íþróttaþjálfurum aukna þekkingu sem nýtast mun íþróttahreyfingunni hér á landi. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu ÍSÍ og má finna þau undir „Um ÍSÍ“ og „Styrkir“. Umsækjendur þurfa jafnframt að skila inn áætlaðri kostnaðaráætlun eða yfirlit yfir kostnað ferðar sem farin var. [v+]http://www.isi.is/servlet/IBMainServlet/?ib_page=107&iw_language=is_IS[v-]Eyðublað[slod-] Umsóknir skulu berast skrifstofu ÍSÍ, merktar „Þjálfarastyrkir“. Allar nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri fræðslusviðs á vidar@isi.is eða í síma 514-4000.