20 jan. 2010
Í kvöld mættust Keflavík og Haukar í Reykjanesbæ og léku til úrslita um það hvort liðið myndi enda í A-riðli deildarinnar í seinnihluta mótsins. Leiknum lauk með sigri Keflavíkur [v+]http://www.kki.is/widgets_game.asp?league_id=undefined&season_id=303&game_id=20768 [v-]85:65[slod-] og tryggðu þær sér því 4. sætið í deildinni. Leikið verður innan A og B deildar heima og heiman eða samtals 6 leiki á hvert lið og þá mun lokastaðan ákveða hvaða lið leika saman um sæti í undanúrslitum. Tvö efstu lið A-riðils fara beint í undanúrslit og sitja hjá meðan lið 3 og 4 mæta efstu tveim liðunum úr B-riðli. Lokastaðan: (sigrar úr fyrstu 14 leikjunum í sviga) 1. KR (14) 2. Grindavík (10) 3. Hamar (9) 4. Keflavík (8) ----------- 5. Haukar (6) 6. Njarðvík (4) 7. Snæfell (3) 8. Valur (2) Einn leikur fór fram í 1. deild karla en Ármann tapaði á heimavelli gegn liði Þórs frá Þorlákshöfn, 78:127.