19 jan. 2010Þá er orðið ljóst hvaða lið verða í skálinni á morgun þegar dregið verður í undanúrslit Subwaybikarsins. Hjá konunum verða það Haukar, Njarðvík, Fjölnir og Keflavík sem munu dragast saman á morgun. Af þessum liðum eru það Haukar og Keflavík sem hafa unnið bikarkeppnina, Haukar þrisvar sinnum og Keflavík ellefu sinnum. Hjá körlunum eru það lið ÍR, Grindavíkur, Keflavíkur og Snæfells sem fara í skálina. Öll þessi lið hafa hampað titlinum í Bikarkeppni KKÍ en Keflavík vann síðast 2004, Grindavík 2006, ÍR 2007 og Snæfell 2008. Njarðvík sigraði 2005 og Stjarnan 2009 en Keflavík sló út bæði þessi lið á leið sinni í undanúrslitin. Dregið verður á morgun í salarkynnum ÍSÍ í Laugardalnum kl. 14.00. [v+]http://kki.is/meistaratitlar.asp [v-]Hér[slod-] er hægt að sjá sögu meistarafélaga í Bikarkeppninni.