26 nóv. 2009Aganefnd KKÍ tók fyrir fjögur mál á fundi sínum í vikunni. Halldór Jónsson, leikmaður ÍA í 1. deild karla, fékk tveggja leikja bann. Halldór fékk brottrekstrarvillu eftir hörð slagsmál við leikmann andstæðingana í 1. deild karla. Daði Berg Grétarsson, leikmaður drengjaflokks hjá ÍR, fékk tveggja leikja bann. Daði fékk dæmda á sig brottrekstrarvillu eftir hörð slagsmál við leikmann andstæðingana í drengjaflokksleik. Stefán Gíslason, leikmaður drengjaflokks hjá Keflavík, fékk einn leik í bann. Stefán fékk dæmda á sig brottrekstrarvillu eftir hörð slagsmál við leikmann andstæðingana í drengjaflokksleik. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var áminntur en hann þurfti að yfirgefa leik Snæfells og Hamars í Iceland Express-deild kvenna á dögunum eftir að hafa fengið tvær tæknivillur. [v+]http://www.kki.is/aganefndarmal.asp[v-]Úrskurðir aganefndar[slod-]