23 nóv. 2009Næstkomandi laugardag er hugmyndin að hafa kynningu á nýja móta- og tölfræðikerfi KKÍ. Rúnar Birgir, sérfræðingur, mun fara yfir alla hluti sem snerta notkuns kerfisins, kynna kosti þess og fara yfir möguleika. Þar geta fulltrúar liða kynnt sér möguleikana og lært á kerfið. Stefnt er að því að hafa kynninguna milli kl. 10-12 á laugardaginn. Öll félög hafa aðganga inn á síðuna þar sem þau geta sjálf sett inn tölfræði, úrslit, skrifað um leiki bæði fyrir og eftir og kveikt á þeim leikjum sem þau vilja senda út LIVE. Við viljum því biðja þá sem hafa áhuga á að kynna sér málið betur að skrá sig á [p+]kki@kki.is[p-] kki@kki.is[slod-] fyrir kl. 18.00 á fimmtudaginn kemur til að hægt sé að undirbúa kynninguna sem best. Dagskrá · Sagan · Nýr mótavefur · Aðgangur félaganna