18 nóv. 2009Þeir félagar Björgvin Rúnarsson og Sigmundur Már Herbertsson, FIBA dómarar, munu dæma nokkra leiki á næstunni í Eurocup og Euroleague. Björgvin dæmir í Hollandi karlaleik í Eurocup leik Amsterdam vs Krasnye Krylia frá Rússlandi þann 1. desember næstkomandi. Þar verða þrír dómarar að dæma. Sigmundur dæmir svo í Belgíu kvennaleik í Eurocup women, Dexia Namur vs. Gran Canaria 2014, þann 19. nóvember ásamt einum öðrum dómara. Í framhaldinu fer Sigmundur svo til Frakklands og dæmir tvo leiki í sömu ferð, fyrst karlaleik í Eurocup, leik BCM Gravenlines gegn KK Buducnost frá Svartfjallalandi þann 24. nóvember en sá leikur er í þriggja-dómara kerfinu. Seinni leikurinn er líka í Frakklandi í Euroleague kvenna, leikur ESB Lille Metropole gegn Mizo Pécs 2010 frá Ungverjalandi þann 25. nóvember ásamt tveim öðrum.