18 sep. 2009Pau Gasol var allt í öllu í gær hjá spánverjum, skoraði 28 stig, var með níu fráköst og þrjú varin skot og var hæðstur í öllum þessum tölfræðiþáttum í leiknum Í dag skýrist hvort það verður Tyrkland eða Grikkland sem mun fá það verðuga verkefni að leika gegn liði spánverja í undanúrslitunum á EM 2009. Leikur þeirra hefst kl 16.15 í dag. Þessar nágranna þjóðir hafa eldað grátt silfur í gegnum tíðina og má búast við "stríði" á körfuboltavellinum í dag þar sem leikið verður til síðasta blóðdropa. Lið Heimsmeistara Spánar er loksins komið í sinn eðlilega gír og hefur unnið sannfærandi síðustu tvo leiki á mótinu og sýnt allar sínar bestu hliðar. Þeir yfirkeyrðu lið frakka í gær og héldu meðal annars Tony Parker í 6 stigum. Slóvenar og Króatar leika í seinni leik dagsins kl 19.00 en bæði lið freista þess að komast í undanúrslit í fyrsta skipti. Slóvenar hafa verið sterkir á mótinu til þessa og urðu fyrstir til að vinna Tyrkland í lokaleik milliriðlanna sem tryggði þeim efsta sætið og leik gegn Króötum sem urðu í 4. sæti hins milliriðilsins. Sigurvegari úr þessum leik mætir liði Serbíu sem vann Rússland í gær.