15 sep. 2009Það verður hreinn úrslitaleikur milli Króata og Þýskalands um hvort þeirra fylgir líklegast Frökkum, Grikkum og Rússum inn í 8-liða úrslitin. Leikur Króata og Þýskalands hefst í kvöld kl. 19.00 að íslenskum tíma og verður bein tölfræðilýsing að venju á vef [v+]http://www.eurobasket2009.org/en/default.asp [v-]www.eurobasket2009.org[slod-]. Fyrr í dag eigast við Rússar og Makedónía. Makedónía hafa að heilmiklu að keppa því þeir geta með sigri á Rússum komist áfram. Rússar eru í skemmtilegri stöðu, geta náð öðru sæti milliriðilsins með sigri eða með tapi átt á hættu að fara heim vinni Þýskaland sinn leik. Rússar unnu Grikki í síðasta leik og Makedónía lagði Þýskaland þannig að bæði lið ætla sér sigur einnig í dag. Frakkar og Grikkir eigast við kl 16.15 í dag. Frakkar geta farið ósigraðir inn í úrslitin með fyrsta sigri sínum á Grikkjum í 26 ár í lokakeppni EM. Frakkar hafa spila vel í keppninni hingað til og eru til alls líklegir en Grikkir eru með frábært lið og fá líklega inn miðherjann sinn Kostas Koufos sem var veikur í leiknum gegn Rússum sem tapaðist.