14 sep. 2009Hidayet Türkoglu, leikmaður Tyrklands og Toronto Raptors, hafði sig hægan í dag og hitti aðeins úr 1 af 16 skotum sínum utan af velli. Það kom þó ekki að sök þar sem Tyrkland hafði sigur. Í dag voru þrír hörkuleikir á EM í Póllandi en liðin sem léku í dag eiga einn leik eftir hvert í milliriðlinum og fara þeir fram á miðvikudaginn. Spánn styrkti stöðu sína verulega með því að leggja Lithaá að velli 84:70 í fyrsta leik dagins. Þar með er ljóst að Litháen kemst ekki áfram þó þeir vinni sinn síðasta leik og Pólland tapi gegn Spánverjum á miðvikudaginn. Slóvenar héldu áfram að sýna mátt sinn sigruðu heimamenn í pólska liðinu 76:60 og eru í öðru sæti riðilsins. Þeir mæta efsta liðinu, Tyrkjum, í síðasta leik sínum í milliriðlinum. Það má búast við hörku leik þar þar sem sigur í riðlinum er að veði. Tyrki unnu Serbíu og eru ennþá taplausir á mótinu eins og Frakkar. Tyrkland vann 69:64. Hægt er að sjá myndband með samantekt frá leikjum dagsins á vef [v+]http://www.fibatv.com/page/fibaeuropeVideo/0,,12805,00.html [v-]www.fibatv.com[slod-] sem fleira skemmtilegt.