14 sep. 2009Keppni í milliriðlum á EM halda áfram og það verða þrír leikir á dagskránni í dag. Spánn mætir Litháen í dag, en bæði lið hafa sjálfsagt óskað sér betra gengi til þessa á mótinu. Litháen er í neðsta sæti riðilsins og Spánn er fyrir neðan Tyrkland, Slóveníu og Serbíu og jafnir Póllandi þannig að sigur er lífsnauðsynlegur Spáni ætli þeir sér áfram í keppninni. Spánn og Pólland mætast svo í lokaleikjum sínum í milliriðlinum 16. september. Slóvenía mætir Póllandi kl 16.15 að íslenskum tíma. Slóvenía hefur komið á óvart á mótinu og náð fram góðum úrslitum og eru til allslíklegir í úrslitunum. Serbía fær síðan það verkefni að vera fyrsta liðið til að vinna Tyrkland á mótinu í lokaleik dagsins kl. 19.00 að íslenskum tíma en búst má við hörkuleik milli þessara liða í kvöld. Hægt er að sjá myndband með samantekt frá leikjum gærdagsins í gær á vef [v+]http://www.fibatv.com/page/fibaeuropeVideoDetail/0,,12805~1397782,00.html [v-]www.fibatv.com[slod-] sem og samantekt úr leikjunum hingað til. Hægt er að fylgjast með beinni tölfræðilýsingu á [v+]http://www.eurobasket2009.org/en/default.asp [v-]www.eurobasket2009.org[slod-] ásamt því að lesa fréttir, skoða dagskrá leikja og sjá stöðu liða á mótinu.