11 sep. 2009Ronnie Turiaf, fyrrum leikmaður LA Lakers og núverandi liðsmaður Golden State Warriors, treður hér í leik á EM gegn Rússlandi í fyrradag. Turiaf skoraði 18 stig í leiknum og tók 14 fráköst en hann er einn af burðarásum franska liðsins ásamt Tony Parker og Boris Diaw. Þeir félagar leika allir í NBA, Tony með San Antonio Spurs og Boris með Charlotte Bobcats. Í dag hefst Evrópukeppnin á ný og fyrstu leikir milliriðlanna fara fram í Bydgoszcz í Póllandi. Frakkar leika gegn neðsta liði riðilsins, Makedóníu og ættu að sækja sigur þar. Núverandi evrópumeistarar Rússa leika gegn Króatíu. Að lokum eigast við Grikkir sem eru á toppnum í riðlinum og Þýskaland. Á morgun verður svo leiknir fyrstu leikir hins milliriðilsins. Leikir dagsins » Rússland : Króatía » Þýskaland : Grikkland » Frakkland : Makedónía