22 ágú. 2009Íslensku stelpurnar léku gegn Slóveníu í B-deild Evrópukeppninnar í dag en leikið var ytra. Fyrri viðureign liðanna sem fór fram fyrir ári síðan og endaði með sigri Slóvenana 69-94 á Ásvöllum þar sem lið Slóvena var sterkara á öllum vígstöðum. Í dag sýndu stelpurnar tennurnar og leiddu í hálfleik 31-32 gegn sterku slóvensku liði. Annar leikhluti var sérstaklega góður hjá stelpunum en þær unnu upp 14 stiga forskot Slóvenana og leiddu í hálfleik. Ísland komst yfir í fyrsta skipti í leiknum í lokasókn fyrri hálfleiks þegar Signý Hermannsdóttir setti tvö stig. Stelpurnar héldu áfram að auka muninn í upphafi þriðja leikhluta en þær skoruð sjö fyrstu stigin og munurinn kominn í átta stig 31-39. En þá virtist allt fara í baklás hjá liðinu en þær slóvensku skoruðu 19 stig í röð á aðeins þriggja mínútna kafla og munurinn orðin 11 stig 50-39. Eftir það náðu stelpurnar að minnka muninn í mest sjö stig en þær slóvensku héldu forskotinu og unnu 74-60. Stigahæst hjá Íslandi í dag var Helena Sverrisdóttir með 19 stig en næst henni var Birna Valgarðsdóttir með 17 stig. [v+]http://www.eurobasketwomen2009.com/en/cid_X6FnqP4DGbURoW6MX7dzD2.gameID_6343-A-23-8.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2009.roundID_6340.teamID_300.html#{4D77DBDB-13BD-4DB1-A651-30395374499D}[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Staðan í riðlinum: 1. Svartfjallaland 8/0 16 stig 2. Holland 6/2 14 stig 3. Írland 5/3 13 stig 4. Slóvenía 3/5 11 stig 5. Ísland 1/7 9 stig 6. Sviss 1/7 9 stig