19 ágú. 2009Ísland-Holland Ásvellir kl. 19:15 Íslenska kvennalandsliðið mætir því hollenska í kvöld á Ásvöllum kl. 19:15 í B-deild Evrópukeppninnar. Ísland mætti Sviss á útivelli síðastliðinn laugardag og töpuðu naumt 70-68 í hörkuleik. Í kvöld er það Holland sem er mótherji Íslands en leikur þessara liða fyrir ári síðan endaði með sigri Hollands [v+]http://www.eurobasketwomen2009.com/en/cid_X6FnqP4DGbURoW6MX7dzD2.gameID_6343-A-6-2.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2009.roundID_6340.teamID_300.html#{4D77DBDB-13BD-4DB1-A651-30395374499D}[v-]81-70[slod-]. Ísland leiddi þá stóran hluta af leiknum og var yfir 53-61 þegar fjórði leikhluti hófst. En þær hollensku náðu yfirhöndinni í leikhlutanum og unnu sigur. Danmörk-Ísland Álaborg kl. 19:15(17:15 að islenskum tíma) Karlalandslið Íslands spilar sinn fyrsta leik í seinni hluta B-deildar Evrópukeppninnar þegar þeir mæta Dönum í dag í Álaborg. Danir spiluðu um síðustu helgi og töpuðu stórt fyrir Austurríkismönnum á útivelli 92-61. Ísland vann leik liðanna fyrir ári síðan þegar liðin mættust í Laugardalshöll [v+]http://www.eurobasket2009.org/en/cid_toT,ovGDH2EaLKL67XnPo2.gameID_6333-A-3-2.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2009.roundID_6327.teamID_300.html#{5E70D78D-E480-4F66-9B60-839D032EE21A}[v-]77-71[slod-]. Í leiknum leiddi liðið allan tímann og sigurinn því sanngjarn. [v+]http://www.fibaeurope.com/[v-]Bein tölfræðilýsing[slod-].