17 ágú. 2009Í dag kl. 14 var haldin blaðamannafundur KKÍ og tilkynnti Sigurður Ingimundarson hópinn sem leikur þá fjóra leiki sem eru í síðari hluta Evrópukeppninnar. Hópurinn samanstendur af 13 leikmönnum og þar af er einn nýliði, Grindvíkingurinn Ómar Sævarsson. Leikmannahópurinn fyrir komandi leiki: # 4 · Magnús Þór Gunnarsson UMFN · 28 ára · 69 landsleikir # 5 · Fannar Ólafsson KR · 30 ára · 74 landsleikir # 6 · Pavel Ermolinskij a Palma – Spáni · 22 ára · 10 landsleikir # 7 · Þorleifur Ólafsson UMFG ·25 ára · 14 landsleikir # 8 · Sveinbjörn Claessen ÍR · 23 ára · 3 landsleikir # 9 · Jón Arnór Stefánsson Benetton Treviso – Ítalía · 26 ára · 46 landsleikir # 10 · Páll Axel Vilbergsson UMFG · 31 árs · 84 landsleikir # 11 · Ómar Sævarsson, UMFG · 27 ára · Nýliði # 12 · Hörður Axel Vilhjálmsson Keflavík · 20 ára · 12 landsleikir # 13 · Helgi Már Magnússon Solna Vikings – Svíþjóð · 27 ára · 58 landsleikir # 14 · Logi Gunnarsson UMFN · 27 ára · 72 landsleikir # 15 · Sigurður Gunnar Þorsteinsson Keflavík · 21 árs · 17 landsleikir Jóhann Árni Ólafsson UMFN · 23 ára · 12 landsleikir Þjálfari: Sigurður Ingimundarson, Solna Vikings – Svíþjóð Leikir íslenska liðsins í síðari hluta keppninnar: 19. ágúst Danmörk-Ísland 22. ágúst Ísland-Holland · Smáranum kl 16.00 26. ágúst Svartfjallaland-Ísland 29. ágúst Ísland-Austurríki · Smáranum kl 16.30