15 ágú. 2009Nú rétt í þessu lauk leik Íslands og Sviss í fyrsta leik seinni umferðarinnar í Evrópukeppninni. Eftir nokkuð kaflaskiptan leik stefndi í sigur okkar stelpna en þegar um 40 sekúndur voru eftir af leiknum jafnaði Sviss 68:68 og spennan mikil. Ísland missti boltann þegar 16 sekúndur voru eftir og heimastúlkur tóku leikhlé. Þegar 7 sekúndur voru eftir náði Sviss að skora sigurkörfuna í leiknum og fagna 70:68 sigri. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Sviss í keppninni. Hægt er að sjá tölfræðina og lesa um aðra leiki í riðlinum [v+]http://www.eurobasketwomen2009.com/en/cid_X6FnqP4DGbURoW6MX7dzD2.pageID_fBzdXFOEJU-UWMEdXaZC-3.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2009.html[v-]hér[slod-] Næsti leikur hjá liðinu verður á Ásvöllum á miðvikudaginn kemur klukkan 19:15 þegar Hollendingar koma í heimsókn.