11 ágú. 2009Í dag var blaðamannafundur vegna næstu leikja hjá A-landsliði kvenna. Stelpurnar spila fimm leiki frá 15. ágúst til 29. ágúst en þetta er seinni hluti [v+]http://www.eurobasketwomen2009.com/en/cid_X6FnqP4DGbURoW6MX7dzD2.pageID_fBzdXFOEJU-UWMEdXaZC-3.compID_pnlxO1HYJhUh,MTfrmUO03.season_2009.html[v-]Evrópukeppninnar[slod-] sem hófst síðastliðið haust. Henning Henningsson landsþjálfari fór yfir verkefnið með blaðamönnum en fyrsti leikurinn er gegn Sviss á útivelli næstkomandi laugardag. Tveir nýliðar eru í hópnum en það eru Hafrún Hálfdanardóttir úr Hamri og Telma Fjalarsdóttir úr Haukum. Hópurinn sem heldur til Sviss: Signý Hermannsdóttir(fyrirliði) · KR · 56 landsleikir Hafrún Hálfdanardóttir · Hamar · Nýliði Bryndís Guðmundsson · Keflavík · 19 landsleikir Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Haukar · 12 landsleikir Guðrún Ósk Ámundadóttir · Haukar · 4 landsleikir Telma Björk Fjalarsdóttir · Haukar · Nýliði Hildur Sigurðardóttir · KR · 61 landsleikur Birna Valgarðsdóttir · Keflavík · 71 landsleikur Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Hamar · 15 landsleikir Kristrún Sigurjónsdóttir · Hamar · 20 landsleikir Helena Sverrisdóttir(varafyrirliði) · TCU/Haukar · 33 landsleikir María Ben Erlingsdóttir · UPTA/Keflavík · 29 landsleikir
Mynd:Fyrirliðar Íslands Helena Sverrisdóttir, varafyrirliði, og Signý Hermannsdóttir, fyrirliði, á fundinum í dag.