2 ágú. 2009Fyrirliðið íslenska liðsins Ægir Þór Steinarsson endaði stoðsendingahæstur á evrópumóti U-18 ára landsliða sem fram fór í Sarajevo. Svíar sigruðu Pólland 87-71 en bæði lið tryggðu sér sæti í A-deild á næsta ári. Ægir Þór Steinarsson fyrirliði íslenska liðsins var með eina stoðsendingu eftir fyrstu tvo leikina og deildu menn um hvernig vinnubrögðin í tölfræðinni væri hér úti. Lag kom á og fóru tölurnar hjá leikstjórnendum liðanna að aukast. Ægir Þór gaf 29 stoðsendingar í síðustu þremur leikjunum og endaði með 5.5 að meðaltali en næsti leikmaður var í Montenegro með 5.3 að meðaltali. Úrvalslið mótsins var valið rétt áðan eftir sigurleik Svía þar sem verðlaunaafhendingin fór fram. Liðið var eftirfarandi: Leikstjórnandi: Andreas Person Svíþjóð Bakvörður: Sebastian Szymanski Póllandi Bakvörður: Christopher Czerapowicz Svíþjóð Framherji: János Eilingsfeld Ungverjalandi Miðherji: Nemanja Radovic Montenegro Christopher Czerapowicz Svíþjóð var svo útnefndur MVP Íslenska liðið heldur af stað heim í nótt en ferðalagið er langt og strangt, ekki verður liðið komið heim fyrr en á þriðjudag. Hópurinn er í góðu standi og tilbúnir í ferðalagið. Allar helstu upplýsingar um liðin og tölfræði á mótinu er að finna [v+]http://www.fibaeurope-u18men.com/enDivB/default.asp[v-]hér[slod-].