30 júl. 2009Unglingalandsmót U.M.F.Í. fer fram um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki. Skráning og þátttaka hefur aldrei verið eins góð og er metaðsókn í körfuboltakeppnina. Keppt er í fjórum stúlkuflokkum og jafn mörgum hjá drengjunum. Alls verða leiknir 184 körfuknattleiksleikir sem er mikil aukning frá Unglingalandsmótinu frá því fyrir ári síðan en þá voru þeir hátt í 100. Keppni hefst á morgun föstudag og stendur yfir fram á sunnudag en þá fara fram síðustu körfuboltaleikirnir. Í ár verður bryddað upp á þeirri nýjung að keppt verður í götubolta. Keppni hefst á sunnudag og er skráning á staðnum. Það má búast við miklu fjöri um helgina á Sauðárkróki en gert er ráð fyrir að vel yfir 10.000 manns mæti á Unglingalandsmótið sem er hið stærsta frá upphafi. M.a. gesta verða formaður og varaformaður KKÍ, Hannes S. Jónsson og Guðbjörg Norðfjörð. [v+]http://www.umfi.is/umfi/upload/files/unglingalandsmot/2009/korfubolti-leikjaplan.xls[v-]Leikjadagskrá[slod-]