27 júl. 2009Íslensku strákarnir enduðu í fjórða sæti í B-riðli þar sem Finnar sigruðu Slóvaka og tryggðu sér þar með þriðja sætið. Svíar sigruðu Pólverja 80-69 og eru að leika gríðarlega vel. Það hefði því ekki dugað íslenska liðinu að sigra það sænska í gær þar sem úrslitin í dag voru því óhagstæð. Framundan er nýtt mót gegn hörkuliðum og nú er bara að spýta í lófana. Framhaldið er komið á hreint hjá liðinu en næsti leikur er gegn Ungverjum á miðvikudag klukkan 12:00 að íslenskum tíma og á fimmtudag gegn Dönum sem eru með innanborðs stigahæsta leikmann mótsins leikstjórnandan Thomas Lærke en hann hefur skoraði 32.4 stig að meðaltali. Kappinn lék ekki með liðinu á norðurlandamótinu í maí. Íslenska liðið horfði í dag á Dani leika gegn Hvítrússum og Ungverja tapa í hörkuleik fyrir heimamönnum í Bosníu. Umgjörð og aðbúnaður á mótinu er til fyrirmyndar og er mótið mikil og góð reynsla fyrir allan hópinn. Íslenska liðið á nú frídaga og fara þeir í að skoða Sarajevo og kíkja aðeins í sundlaugagarðinn til að kæla sig niður í hitanum sem er töluverður, en veðrið í dag var 35°C og heiðskírt. Á morgun mun íslenska liðið leika æfingaleik gegn Kuwait sem staddir eru hér á sama hóteli, en liðið er með mikinn mannskap í æfingaferð. Leikurinn fer fram í íþróttasal hótelsins klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Kveðja frá Sarajevo