26 júl. 2009Klukkan 12:00 á hádegi að íslenskum tíma mætast Ísland og Svíþjóð en þessi lið hafa háð margar orusturnar á síðustu árum. Ísland hefur unnið Norðurlandamótið í þessum árgangi í U-16 og U-18 og það er eitthvað sem Svíar eru ekki ánægðir með. Hafa skal þó í huga að Svíar hafa unnið okkur á þessum mótum og gerðu það síðast á Norðurlandamótinu í maí sl. Svíþjóð hefur byrjað vel á mótinu og hafa unnið báða leiki sína. Fyrst voru það Finnar sem lágu en Finnar höfðu unnið Svíana á NM. Tölfræði leiks Svía og Finna má sjá [v+]http://www.fibaeurope-u18men.com/enDivB/default.asp?cid={E7BA731A-A812-4C5C-9C62-E987CBB10B2B}&pageID={BDA2D1DE-CE6D-4246-8315-19ABFD70CBBC}&compID={2248A846-FA78-40FF-B03C-54B460890F45}&season=2009&roundID=6638&teamID=367&gameID=6848-B-2-1&[v-]hér[slod-] Hinn sigurinn kom gegn Slóvökum og má sjá tölfræði leiksins [v+]http://www.fibaeurope-u18men.com/enDivB/default.asp?cid={E7BA731A-A812-4C5C-9C62-E987CBB10B2B}&pageID={BDA2D1DE-CE6D-4246-8315-19ABFD70CBBC}&compID={2248A846-FA78-40FF-B03C-54B460890F45}&season=2009&roundID=6638&teamID=367&gameID=6848-B-3-2&[v-]hér[slod-] Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir okkar stráka þar sem sigur þýðir að liðið á möguleika að keppa um sæti í efri hluta B-deildarinnar. Leikurinn hefst eins og áður segir klukkan 12:00 og verður hægt að fylgjast með honum beint [v+]http://www.fibaeurope-u18men.com/enDivB/default.asp[v-]hér[slod-]