24 júl. 2009Íslensku U18 ára strákarnir mæta Finnum í dag B-deild evrópukeppninnar sem fer fram í Sarajevó í Bosníu. Í gær töpuðu þeir naumlega fyrir firnasterku pólsku liði en andstæðingar dagsins eru Finnar. Þessi tvö lið hafa mæst tvisvar áður en það var á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð í maí-mánuði. Þar vann Ísland báðar viðureignir liðanna. Þrátt fyrir það má íslenska liðið ekki vanmeta það finnska en það er afar sterkt. Finnarnir töpuðu í gær fyrir Svíum. Leikurinn hefst kl. 15.00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með [v+]http://www.fibaeurope-u18men.com/enDivB/default.asp[v-]beinni tölfræðilýsingu[slod-] á vef Fiba Europe. Hinn leikurinn í riðlinum er Slóvakía-Svíþjóð.