22 jún. 2009Undirbúningur fyrir úrslitakeppni Evrópukeppni karlalandsliða sem fram fer í Póllandi í september er í fullum gangi og einn liður í honum var að slá heimsmet í knattraki samtímis og komast þar með í Heimsmetabók Guines. Gamla metið var sett í Ástralíu og voru þá um 5000 einstaklingar sem dribbluðu körfubolta samtímis. Í Póllandi var stefnan sett á 30.000 einstaklinga. Það tókst og rúmlega það en 31.004 dribbluðu samtímis í 7 borgum Póllands. Hægt er að sjá frá þessu á [v+]http://www.fibaeurope.com[v-]fibaeurope.com[slod-]