15 jún. 2009Los Angeles Lakers er NBA meistari 2009 eftir sigur á Orlando. Lakers vann einvígið 4-1. Leikurinn var talsverð vonbrigði fyrir alla aðra en aðdáendur Lakers. Eftir frábæra byrjun heimamanna þá sprakk á bílnum og engin tjakkur né varadekk með í för og leikmenn Los Angeles gengu á lagið og náðu undirtökunum með miklu áhlaupi í öðrum leikhluta. Lokatölur leiksins urðu [v+]http://www.nba.com/games/20090614/LALORL/boxscore.html [v-]99:86[slod-] Það má segja að reynsla leikmanna og þjálfarateymis Los Angeles hafi ráði úrslitum í þessu einvígi. Orlando fékk mörg tækifæri á því að taka frumkvæðið og skemmst er að minnast atvika í leik 2 í Los Angeles og í leik 4 í Orlando þar sem liðið hefði hæglega getið náð forystunni 3-1 eða í það minnsta jafnað seríuna 2-2 en í staðinn komst Lakers í 3-1. X factorar Lakers í þessari seríu voru Trevor Ariza og Derek Fisher. Þeir áttu stóran þátt í mikilvægum sigrum og viðsnúningum í leikjum. Kobe Bryant var valinn verðmætasti (MVP) leikmaður úrslitanna og náði að leiða lið sitt til meistaratitils og vera leiðtoginn með greini.