5 jún. 2009Henning Henningsson, þjálfari kvennalandsliðsins, hefur ákveðið að hvíla Kristrúnu Sigurjónsdóttur, leikmann Hauka, í dag vegna meiðsla í kálfavöðva. Læknar íslenska liðsins hafa skoðað Kristrúnu og telja að ef hún spilar leikinn þá er möguleiki á að vöðvinn rifni og það myndi þýða 6-8 vikna fjarveru frá æfingum landsliðsins og að auki þá á hún það á hættu að missa úr leiki landsliðsins í evrópukepnninni í ágúst. Henning vill ekki taka þá áhættu og því hefur verið ákveðið að Kristrún spili ekki úrslitaleikinn um silfurverðlaunin gegn Kýpur í dag. Að öðru leiti eru allir klárir í slaginn en [v+]http://www.cyprus2009.org.cy/results/BB/BB.htm [v-]leikurinn[slod-] hefst kl 15.00 að íslenskum tíma.