3 jún. 2009Nú eru rétt rúmir þrír tímar í að leikur Íslands og Kýpur hefjist hjá strákunum á Smáþjóðaleikunum. Strákarnir hafa slakað á vel í dag fyrir átök kvöldsins m.a. með hörkuspennandi spurningakeppni þar sem nýliðarnir sátu fyrir svörum reynslu meiri leikmanna. Þetta var skemmtileg og fræðandi spuringakeppni sem endaði með sigri Fannars Helgasonar sem spilaði sinn fyrsta A-landsleik í gær. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt eiginkonu sinni frú Dorrit Moussaieff munu mæta í körfuboltahöllina og horfa á leikinn. Allir þeir sem komast úr íslenska hópnum hér á Kýpur ætla að mæta í körfubolahöllina í kvöld og hvetja strákanna til sigur á móti heimamönnum og er mikil spenna í loftinu fyrir þessum leik hér á leikunum. Minnt er á að leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV kl.17:30