29 maí 2009FIBAeurope hefur nýlega tekið í gegn vefinn sinn sem snýr að evrópukeppni karla og hægt er að skoða hann nánar á [v+]http://www.eurobasket2009.org/en/cid_toT,ovGDH2EaLKL67XnPo2.pageID_TPN6UdELJPkAxYd5G1AGF1.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2009.html [v-]eurobasket2009.org[slod-]. Þar er hægt að skoða allt sem viðkemur íslenska liðinu sem dæmi, eins og leikjaplan, úrslit og stöðu, ýtarlega tölfræði hvers leikmanns og myndir. Um síðustu helgi var svo ákveðið að að næsta heimsmeistaramót, á eftir því sem verður í Tyrklandi 2010, verði haldið á Spáni 2014. Þar mun einn riðillinn fara fram á Kanaríeyjum í Las Palmas, en að auki verður leikið í Madrid, Bilbao, Granada og Sevilla. Kína og Ítalía sóttu einnig um að halda mótið en úr varð að Spánn hlaut heiðurinn í þetta sinn.