16 maí 2009
Í dag 16. maí eru 50 ár liðin frá því að Ísland lék sinn fyrsta landsleik. Sá leikur var leikinn gegn Dönum í Danmörku og sigruðu Danir með 3 stigum, 41:38. Ákveðið hefur verið að halda upp á afmælið með leikmönnum íslenska liðsins frá þessum tíma í kringum landsleiki Íslands í haust. Ísland mætir m.a. því danska í Danmörku [v+]http://www.kki.is/myndir/bref_bodun.jpg [v-]Hér[slod-]. er hægt að sjá bréf sem sent var til Inga heitins Gunnarssonar, þegar honum var tilkynnt um landsliðsvalið. Liðið skipuðu þeir eftirtaldir leikmenn Aftari röð frá vinsri: Guðmundur Georgsson, formaður landsliðsnefndar, Kristinn V. Jóhannsson, ÍS, Ingi Gunnarson, ÍKF, Bogi Þorsteinsson, fararstjóri, Ásgeir Guðmundsson, þjálfari, Guðmundur Árnason, KFR, Friðrik Bjarnason, ÍKF og Ingólfur Örnólfsson, flokksstjóri. Fremri röð frá vinstri: Þórir Arinbjarnarson, ÍS, Ólafur Thorlacius, KFR, Birgir Örn Birgis, Ármanni, Ingi Þorsteinsson, KFR, Guðni Ó. Guðnason, ÍS, Þorsteinn Hallgrímsson, ÍR og Lárus Lárusson, Ármanni. Á myndina vantar leikmann ÍS Jón Eysteinsson sem var fjarverandi.