9 maí 2009Í dag var seinni dagur Körfuskóla landsliðanna, en þeir fóru fram að Ásvöllum og í Keflavík. Landsliðsmenn og þjálfarar stjórnuðu æfingum og var lögð áhersla á grunnþáttunum eins og boltameðferð, sendingum og skottækni. Eins og sjá má á þessum myndum voru krakkarnir mjög áhugasöm að heyra hvað leikmennirnir höfðu að segja og sýna, en Helena Sverrisdóttir kenndi meðal annars vítaskot og Sveinbjörn Claessen sýndi réttu handtökin í boltameðferð.