8 maí 2009Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ, Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ og Ólafur Rafnsson fyrrverandi formaður KKí og núverandi forseti ÍSÍ, sitja nú um helgina þing FIBA-Europe. Ólafur situr fundinn sem stjórnarmaður í FIBA-Europe en hann hefur setið þar síðan árið 2002. Þingið fer fram í Frakklandi í þetta sinn og eru fulltrúar flestra aðildarlanda FIBA-Europe einnig mættir á fundinn. Þeir eru svo væntanlegir heim á mánudaginn kemur og þá verða væntanlega fréttir af ýmsum málum eins og til dæmis hugmyndum um að breyta Evrópukeppni landsliða og fjölga keppnisgluggum yfir árið og stokka upp styrkleikaskiptingu liða.