6 maí 2009KR sigraði í gær í Íslandsmóti 9. flokks drengja í 2. deild. Strákarnir sigruðu bæði ÍR og Fjölni í lokaumferð mótsins sem fram fór í DHL-Höllinni. Liðið tapaði einungis einum leik í vetur en strákarnir urðu einnig Reykjavíkurmeistarar. Íslandsmeistarar 9. flokkur drengja B-lið. Efri röð frá vinstri: Ingi Þór Steinþórsson þjálfari, Martin Hermannsson sérlegur ráðgjafi, Álfgeir Alejandro Önnuson, Þorgeir Kristinn Blöndal, Arnar Sveinn Harðarson, Þór Kristjánsson, Sigurður Andri Jóhannsson, Steinar Viðarsson, Hallþór Jökull Hákonarson og nýjasta vonin í þjálfarabransanum Darri Freyr Atlason aðstoðarþjálfari í mótinu. Neðri röð frá vinstri: Gabríel Sölvi Winthel, Pedro Hrafn Martinez, Hjali Einarsson, Kári Sveinsson, Óðinn Páll Ríkarðsson, Þórarinn Þórðarson, Adam Breki Ragnararsson, Hlynur Guðlaugsson og Andrés Ásgeirsson. KKÍ óskar KR-strákum til hamingju með titilinin.