3 maí 2009Nú rétt í þessu lauk úrslitaleiknum í Meistaradeildinni og var það gríska liðið Panathinaikos sem hafði betur. Liðið var alltaf á undan og var mest komið í yfir 20 stiga mun. CSKA neitaði að gefast upp og í lokin var munurinn kominn niður í 1 stig og skiptust liðin á körfum. Það var svo Ramunas Siskauskas leikmaður CSKA sem átti síðasta skotið í stöðunni 73:71 en það geigaði og sigur þeirra grísku staðreynd. Hægt er að lesa um leikinn og deildina [v+]http://www.euroleague.net/main/results/showgame?gamecode=188[v-]hér[slod-]