26 apr. 2009Síðasti úrslitaleikur dagsins var viðureign Keflavíkur og FSu í unglingaflokki karla. Leikar enduðu þannig að Keflavík vann [v+]http://server4.mbt.lt/prod/kki/index.php/b19sYW5nPWhlJm9fc2Vhcz02Jm9fbGVhZz02JmZ1c2VhY3Rpb249Z2FtZXMubWFpbiZnX2lkPTk2[v-]102-78[slod-]. Leikurinn hófst af krafti og liðin skoruðu grimmt. Staðan eftir 1. leikhluta var 28-21 en í öðrum leikhluta skildi með liðunum og Keflvíkingar leiddu í hálfleik 57-38. Lokatölur 102-78. Hörður Axel Vilhjálmsson var valinn besti maður leiksins en hann skoraði 34 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 5 fráköst. KKÍ óskar Keflavík til hamingju.