24 apr. 2009Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, er búinn að semja við ítalska stórliðið Benetton Treviso út leiktíðina. Tveir leikir eru eftir í deildinni en svo tekur við úrslitakeppnin. Benetton er um þessar mundir í sjötta sæti í deildinni og myndi mæta gamla liði Jóns Lottomatica Roma miðað við stöðuna í dag. Jón Arnór lék lykilhlverk með Roma tímabilið 2007-2008 þar sem liðið lék til úrslita gegn Siena. Benetton Treviso er eitt af stóru liðunum í Evrópu. Þeir urðu Ítalíumeistarar 1992, 2002, 2003 og 2006. Þá varð liðið bikarmeistari 2004, 2003 og 2007. [v+]http://195.56.77.210/legavideo/1-10730-dsl.wmv [v-]Hér[slod-] má sjá video af skemmtilegri sigurkörfu Jóns með Roma gegn Siena úr ítölsku deildinni í fyrra.