18 apr. 2009
ÍA sigraði í dag úrslitaleikinn í 2.deild karla 2009. ÍA mætti ÍG frá Grindavík og enduðu leikar 77:89 fyrir Skagamenn. Í hálfleik leiddi ÍG með 2 stigum 44:42. ÍA náði svo undirtökunum í seinni hálfleik og sigraði að lokum.
Í úrslitum B-liða áttust við Fjölnir og Grindavík. Grindavík lagði Breiðablik í undanúrslitum og Fjölnir sigraði Njarðvík. Eftir 1.leikhluta í dag hafði Fjölnir eins stigs forskot og í hálfleik hafði það aukist í 10 stig, 47:37. Sami munur hélst út leikin og sigruðu Fjölnismenn að lokum 90:77. KKÍ óskar ÍA og Fjölni til hamingju með sigrana.