2 apr. 2009Eins og margoft hefur komið fram fór einn magnaðasti körfuboltaleikur Íslandssögunnar fram í DHL höllinni á föstudag þegar fjórframlengja þurfti leik KR og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Það er athyglisvert að rýna í fjölda þeirra sem fylgdust með leiknum. Nú er rúmlega ár síðan KKÍ tók í notkun SmartStat kerfið sem gerir netverjum kleyft að fylgjast með tölfræði leikjanna í ”beinni útsendingu í tölvunni heima. Síðasta vor mældust mest 600 ”áhorfendur” á sama tíma á einum leik, en leikurinn á föstudag sló öll met, og síðasta klukkutímann voru aldrei færri en 500 að fylgjast með á sama tíma. Undir lokin voru þeir orðnir 802 sem fygldust með. Þennan dag kíktu rúmlega 3000 manns inn ”Live stat” síðuna á einhverjum tímapunkti og samkvæmt heimasíðu KR voru 1146 sem fygldust með leiknum í KR-TV. Þá hafa ekki verið nefndir þeir 1000 sem mættu í DHL höllina.