31 mar. 2009Grindavík lagði Snæfell í Stykkishólmi rétt í þessu og eru því komnir í úrslit í fyrsta sinn í 6 ár. Það verða því KR og Grindvík sem berjast um Íslandsmeistartitilinn í ár. Gestirnir úr Grindavík sigruðu með 10 stiga mun 75:85 en góð pressuvörn í seinni hálfleik lagði grunninn að sigrinum. Helgi Jónas setti niður ævintýralega flautukörfu í lok 3. leikhluta frá miðju um leið og leikhlutinn rann út sem skemmti áhorfendum á leiknum og heima í stofu, en leikurinn var sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hægt er að sjá tölfræði leiksins á tölfræðivef KKÍ [v+]http://server4.mbt.lt/prod/kki/index.php/b19sYW5nPWhlJm9fc2Vhcz0xNSZvX2xlYWc9MiZmdXNlYWN0aW9uPWdhbWVzLm1haW4mZ19pZD01NTE= [v-]hérna[slod-].