19 mar. 2009Í dag hefst úrslitakeppnin í háskólakörfuboltanum hjá körlunum en síðustu daga og vikur hafa úrslitin í riðlunum verið að klárast og sl. sunnudag kom í ljós hverjir mætast í úrslitakeppninni. [v+]http://a.espncdn.com/i/ncaa/09mens_bracket.pdf[v-]Hér[slod-] er hægt að sjá hverjir mætast í 64-liða úrslitum og hvaða leið liðin fara eftir hvern sigur. [v+]http://sports-ak.espn.go.com/ncb/index[v-]Hér[slod-] er hægt að fylgjast með gangi mála og lesa sig til um hvað sérfræðingarnir segja um möguleika skólanna og meira til. Hægt verður að horfa á leiki beint á netinu en það er að finna [v+]http://www.ncaa.com/[v-]hér[slod-]
Helena Sverrisdóttir verður í eldlínunni þegar úrslitakeppnin hefst hjá konunum á laugardaginn. Þau lið sem unnu sína riðla komust beint í 64-liða úrslitin en önnur eru valin af sérstakri nefnd. Það er eitt og annað sem tekið er inn í þegar valið er og má segja að Texas Christian hafi komist inn í keppnina með frábærum árangri í leikjum sem spilaðir eru utan riðilsins á keppnistímabilinu. Frábær sigur gegn hinu sterka liði Maryland vakti mikla athygli og átti þátt í þeirri ákvörðun að TCU fékk inni í úrslitakeppninni. Maryland er raðað númer eitt á sínu svæði og er því talið eitt af fjórum bestu liðum landsins. Fyrr í vetur birtist frétt um Helenu á forsíðu netmiðils ESPN þar sem fjallað er um háskólakörfuboltann og þá frétt má skoða [v+]http://sports.espn.go.com/ncw/columns/story?columnist=hays_graham&id=3770132[v-]hér[slod-] TCU(10) leikur gegn South Dakota State(7) á sunnudaginn. Hægt er að sjá hvaða lið leika saman í 64-liða úrslitum og hvaða leið þau fara ef þau vinna [v+]http://sports.espn.go.com/ncw/tournament/bracket[v-]hér[slod-]