17 mar. 2009Þá er leikjum kvöldsins lokið í úrslitakeppnum karla og kvenna. Haukastúlkur tryggðu sér sigur á Hamri 65:69 og þar með einvígið 3-1. Það eru því Haukar og KR sem leika um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Í Njarðvík áttust við heimamenn og Keflavík í leik 2 og þar höfðu Keflvíkingar sigur 92:104 og unnu því báða leikina í þeirri rimmu. Breiðablik tapaði heima gegn deildarmeisturum KR 75:102 og þar með er KR komið áfram. Það ræðst svo á fimmtudaginn kl 19.15 í Hólminum hverjir mæta hverjum í undanúrslitunum, en fari svo að Snæfell sigri Stjörnuna mæta þeir Grindavík og KR og Keflavík mætast, en ef Stjarnan sigrar þá mæta þeir KR og Grindavík og Keflavík mætast í undanúrslitunum. Alla nánari tölfræði er hægt að sjá á [v+]http://www.kki.is/live [v-]kki.is/live[slod-].