13 mar. 2009Nú um helgina hefst fjörið á mörgum vígstöðvum í körfuboltaheiminum á Íslandi. Úrsltakeppni Iceland Express-deild karla fer af stað ásamt því að undanúrslitin í Iceland Express-deild kvenna fara að ná hámarki. Framtíðarstjörnur Íslands verða einnig á fullu en um helgina verður keppt til Íslandsmeistaratitils í 8. flokki karla og kvenna. Hjá stelpunum er keppt í Keflavík og hófust leikar kl. 16.00 í dag og lokaleikur mótsins er á morgun kl. 18.00 í Akademíunni í Reykjanesbæ. - Sjá dagskrá mótsins [v+]http://www.kki.is/mot/mot_1500003157.htm [v-]hér[slod-]. Liðin sem taka þátt í úrslitamótinu í 8. flokki kvenna eru Keflavík, Grindavík, Njarðvík, Breiðablik og ÍR. Hjá strákunum er mótið í Njarðvík og er einnig keppt föstudag og laugardag. Fyrsti leikur þar hófst kl. 16.00. Til að sjá dagskrá mótsins smellið [v+]http://www.kki.is/mot/mot_1500003153.htm[v-]hér[slod-]. Liðin sem taka þátt í úrslitamótinu í 8. flokki karla eru KR, Njarðvík, Stjarnan, Þór Þorlákshöfn og Keflavík.