6 mar. 2009Í kvöld eru nokkri leikir 1. deild karla í næstsíðustu umferð deildarinnar og mikil spenna og barátta framundan um sæti í úrslitakeppninni og tilverurétt í deildinni að auki. KFÍ menn [v+]http://kfi.is/ [v-]senda beint út að vanda frá Ísafirði[slod-] og við hvetjum alla til að fylgjast með þeim leik sem verður án efa hörkuskemmtilegur. Allir leikir kvöldins eru gríðarlega mikilvægir. Baráttan um 5. sætið og síðasta sætið í úrslitakeppninni er á milli Þórs Þorlákshafnar og Fjölnis sem mætast í kvöld kl 19.15 í Þorlákshöfn. Þór er með 18 stig í 6. sæti og Fjölnir með 20 stig í 5. sæti. KFÍ eru í 4. sæti og fá Hauka í heimsókn vestur í kvöld. Haukar freista þess að vinna síðustu tvo leiki sína og treysta á að Hamar tapi sínum tveim. Þó Haukar geti jafnað Hamar að stigum er nettóstigamunurinn líklega of mikill til að þeir fari uppfyrir Hamarsmenn, en bæði lið unnu sitthvorn leikinn með 4 stigum. KFÍ er með 20 stig líkt og Fjölnir og eru því bæði lið aðeins 2 stigum á eftir Val sem situr í 3. sætinu. Valur fær topplið Hamars í heimsókn á Hlíðarenda. Hamar getur með sigri endanlega tryggt sér sæti í Iceland Express-deildinni að ári. Valsmenn stefna að því að tryggja sér heimaleikjaréttinn með þvi að ná Haukum að stigum tapi þeir á Ísafirði. Á morgun laugardag eigast svo við Í Kennaraháskólanum Ármann og Höttur en sá leikur hefst kl 14.00. Það er því ljóst að það á ýmislegt eftir að skýrast í síðustu tveim umferðunum í deildinni.