27 feb. 2009Í kvöld fara fram þrír leikir í 1. deild karla. Að Ásvöllum mætast Haukar og Hamar í toppslagnum. Sigri Hamar í kvöld eða tapa með minna en 3 stigum, þá eru þeir komnir upp í Úrvalsdeild að ári. Hamar vann fyrri leikinn með 4 stigum. Haukar þurfa hinsvegar sigur í kvöld til að eiga möguleika á 1. sætinu. Á Ísafirði mætast heimamenn í KFÍ og Ármann. KFÍ er í harðri keppni um sæti í úrslitakeppninni. Ármann þarf einn sigur til að tryggja sæti sitt í deildinni, en Höttur þarf á sama tíma að vinna alla 3 leiki sína sem eftir eru. Hrunamenn fá nágranna sína úr Þór Þorlákshöfn í heimsókn og þar eru Þór Þorlákshöfn í samkeppni um að komast í úrslitakeppnina í ár eins og KFÍ og Fjölnir. Hrunamenn eru með 10 stig eins og Ármann og ætla sér því líka sigur í kvöld. Leikur Hauka og Hamars hefst kl 20.00 en hinir leikir kvöldsins, KFÍ - Ármann og UMFH - Þór Þ. hefjast kl 19.15