19 feb. 2009FIBA Europe tilkynnti í morgun hver var kosin besti evrópski leikmaður kvenna. Það var hinn rússneska Maria Stepanova sem hlaut heiðurinn í þriðja sinn, en hún var einnig útnefnd best árið 2005 og 2006. Það verður að teljast frábær árangur hjá heni þar sem þetta er aðeins í fjórða sinn sem kosningin fer fram. Anete Jekabsone-Zagota frá Lettlandi sem sigraði í kjörinu á síðasta ári varð önnur í ár. Stepanova var einn af lykileikmönnum í rússneska landsliðinu sem hlaut bronsið á Ólympíuleikunum í sumar. Hún var með að meðaltali 9.4 stig, 6.5 fráköst að meðaltali en í leiknum um bronsið gegn Kína var hún með 15 stig og 9 fráköst. Stepanova leikur með UMMC Ekaterinburg en hún skipti á síðasta ári þaðan frá CSKA Moscow, en bæði lið eru stórlið í Rússlandi í kvennakörfunni. Í Meistaradeildinni er hún með 10.9 stig og 5 fráköst að meðaltali í 9 leikjum. "Maria er fyrir löngu búinn að sanna sig sem yfirburðarleikmaður í kvennakörfunni" sagði forseti FIBA Europe, George Vassilakopoulos þegar úrslitin voru kynnt. Síðar í dag verður svo tilkynnt hver er evrópski leikmaður ársins hjá körlunum. Úrslitin úr kjörinu í ár 1. Maria Stepanova 2. Anete Jekabsone-Zagota 3. Amaya Valdemor 4. Ann Wauters 5. Tatiana Shchegoleva 6. Agnieszka Bibrzycka 7. Anna Montanana 8. Zuzana Zirkova 9. Anna Vajda 10. Yelena Leuchanka