18 feb. 2009Annað árið í röð er það Ricky Rubio leikmaður Spánar sem hlýtur titilinn í kjöri um leikmann ársins í flokki ungra leikmanna. Hann lenti í öðru sæti í netkosninguni en var valin bestur af dómnefnd sérfræðinga og samanlagt trygði það honum efsta sætið í ár. Ricky, sem varð 18 ára í október, lék með A-landsliði Spánar á Olympíuleikunum í Beijing sem hlaut silfurverðlaunin þar en á síðasta ári leiddi hann U18 liðið til sigurs í Evrópukeppni landsliða. Á Ólympíuleikunum var hann með um 5 stig að meðaltali í leik, fjögur fráköst og þrjár stoðsendingar í leik á 18 mínútum. Ricky er leikmaður fyrir stórliðið DKV Joventut á Spáni en annar í kjörinu var hinn Ítalski leikmaður New York Knicks, Danilo Gallinari. Úrslit í kjörinu í ár: 1. Ricky Rubio 2. Danilo Gallinari 3. Kosta Koufos 4. Omri Casspi 5. Milan Macvan 6. Vladimir Dasic 7. Donatas Motiejunas 8. Enes Kanter 9.Tomas Satoransky 10. Nikos Pappas