13 feb. 2009Í kvöld eru fjórir leikir á dagskrá í 1.deild karla og einn í 1.deild kvenna. Í dag föstudag verður mikið um að vera í 1. deild karla en í kvöld munu fjórir leikir fara fram í öllum landshlutum. Einn leikur er svo í 1. deild kvenna. Þrír leikir hefjast kl 19.15 í kvöld hjá körlunum. Á Egilsstöðum mætast Höttur og Valur. Höttur er fyrir leikin í næst neðsta sæti deildarinnar með 4 stig en Valur með 18. Hrunamenn taka á móti toppliði Hamars á Flúðum. Á Ísafirði eigast við KFÍ og Þór Þorlákshöfn í mikilvægum leik um sæti í úrslitakeppninni. KFÍ hefur 4 stiga forskot á Þór fyrir leikinn. Að lokum munu Haukar og Fjölnir eigast við í Hafnarfirði en sá leikur hefst aðeins fyrr en hinir leikirnir, eða kl 19.00. Valur, Fjölnir og Haukar eru öll með 18 stig í 2-4 sæti og KFÍ kemur með 16 þar á eftir. Það er því ljóst að baráttan um heimaleikjaréttinn og síðasta sætið í úrslitakeppninni er gríðarlega hörð en eftir þessa umferð eru aðeins fjórir leikir eftir í deildinni. Í 1.deild kvenna mætast Þór og Njarðvík á Akureyri klukkan 20:00 en þessi lið mætast svo aftur á Akureyri á morgun klukkan 15:30. Báðir leikir Þórs og Njarðvíkur fara fram í Síðuskóla.